Opnun Hamarsvallar

Golfklúbbur Borgarness Fréttir, Viðburðir

Laugardaginn 27. apríl opnum við Hamarsvöll fyrir almenna umferð. Þetta er í fyrra fallinu miðað við fyrri ár en vorið hefur leikið okkur svo vel að gangskör hefur verið gerð í koma vellinum í “aksjón”.

GB hefur staðið í “vallaraðgerðum” í vor og eru því ýmiss svæði að byrja að gróa eða enn ófrágengin (drenskurðir). Þetta eru auðvitað blámerkt svæði.

 Hótel Hamar er auðvitað okkar klúbbhús og móttaka gesta vallarins. Því miður vill það svo til að mesti hluti starfsmanna er burtu þessa helgi (þ.e. laugardag 27. apríl og sunnudag 28. apríl) vegna árshátíðar fyrirtækisins þannig að eldhús Hótels Hamars er lokað. Samlokur,snakk og drykkjarföng eru þó í boði (að venju) í mótttöku.