Ágætu félagar.
Framkvæmdarstjóri félagsins og hans kappar hafa verið að undirbúa Hamarsvöll undir golfsumarið. Tíð hefur verið frekar hagstæð þó lofthiti hafi ekki verið mjög hár. Engu að síður hefur miklu verið komið í verk. Það er verið að valta völlinn og bera á hann þessa dagana en flatirnar höfðu áður fengið góða meðferð. Jafnhliða þessum þörfu vorverkum hafa starfsmenn verið að fegra völlinn með brúarsmíð, grisja skóg og þrífa svæði. Einnig er hafið aðgerð í að lagfæra glompur og teiga.
Völlurinn verður formlega opnaður föstudaginn 8. maí er hleypt verður inn á sumargrín. Félagsmenn geta að sjálfssögðu nýtt sér góða verðrið og gengið völlinn með nokkrar kylfur, en 11 vetrargrín eru opin sem stendur. Alls ekki er leyft að leika bolta inn á flatir.
Ég bendi á viðtal við Jóhannes Ármannsson í Skessuhorninu https://skessuhorn.is/verold/vonast-til-ad-opna-hamarsvoll-snemma-i-mai/ sem segir allt um ástand vallarinns og það sem framundan er.
Menn fara ekkert varhluta af ástandinu í samfélaginu. Losa á um ýmsar hömlur þann 4. maí en þó munu á flestum stöðum gilda vissar samskiptareglur þar sem hópar fólks er samankomið, þar á meðal á golfvöllum. Við bendum á https://golf.is/leidbeiningar-fyrir-kylfinga-vegna-covid-19/ um nánari upplýsingar hvernig á að haga sér.