Opna Nettó-Borgarnesmótið um næstu helgi.

Golfklúbbur Borgarness Fréttir, Viðburðir

Okkar vinsæla verslunarmannahelgarmót er framundan. Þar leggja fyrirtæki í Borgarnesi og nágrenni til verðlaun sem og velunnarar GB.

Verðlaun og verðlaunafé er út úr kortunum í fjölda og gæðum. Nú eru þegar um 90 skráðir. Venjulega fyllist þetta mót þegar hallar að föstudegi.

Mótið er punktakeppni með fullri forgjöf (36) + bezta skor auk nándarverðlauna víða.  Þess vegna eiga svo margir tækifæri á verðlaunum. Í versta falli í skorkortaúrdrætti í lok móts.