Opið hús Eyjan miðvikudag 10. jan. kl. 15.00

Golfklúbbur Borgarness Fréttir, Viðburðir

Magnús Birgisson, íþróttastjóri GB, er kominn aftur til starfa.  Mun hann til að byrja með leggja áherslu á yngri kynslóðina og verða MIÐVIKUDAGAR helgaðir henni að stórum hluta.  

Auðvitað notum við okkar frábæru inniaðstöðu í Eyjunni .

Á morgun, miðvikudaginn 10. janúar  verður OPIÐ HÚS í Eyjunni fyrir börn og unglinga kl. 15.00

Hvetjum við alla foreldra og aðstandenda barna, óháð hvort þeir eru í GB eða ekki að leyfa börnunum að prófa  golf undir handleiðslu frábærs leiðbeinenda.  Það eru engin æfingagjöld eða félagsgjöld fyrir börn og kylfur er lánaðar þeim sem engar eiga.   

Nánari vetrardagskrá verður auglýst innan mjög skamms tíma.

Barna- og unglinganefnd GB  og Íþróttastjóri GB