Nýr notendavefur GSÍ

Golfklúbbur Borgarness Fréttir, Viðburðir

Frá GSÍ:

Ágætu félagar.

Við opnum á morgun (20. mars) fyrir nýja viðmótið fyrir hinn almenna kylfing á https://golf.is  - Gamli vefurinn mun þó verða í loftinu eitthvað áfram undir slóðinni https://gamli.golf.is þar sem við vitum að margir elska gamla viðmótið og hafa notað það í allt að 7 ár. Við munum því keyra bæði samhliða eitthvað áfram. Nýi vefurinn mun áfram taka breytingum á næstu misserum en haldið verður áfram betrumbæta hann áður golfsumarið hefst.

Með bestu kveðju, Golfsamband Íslands