Í tilefni 50 ára afmælis Golfklúbbs Borgarness þá höfum við ákveðið að gera smá breytingar. Ný teigmerki verða tekin í notkun. Ástæðan fyrir breytingunni er einkum sú að hvetja kylfinga til að velja sér teig óháð kyni sem hentar þeirra getustigi og högglengd. Þessi breyting er einnig gerð með það í huga að breyta hugarfari kylfinga um karla- og kvennateiga. Fyrirmyndin er sótt til Norðurlanda þar sem fyrirkomulag hefur reynst ákaflega vel. Tillagan kom upphaflega frá Golfsambandi Íslands vorið 2015. Golfsambandið vildi beina til allra golfklúbba á landinu að sameinast um að hætta með litakerfið (rautt, blátt, gult og hvítt) á teigmerkingum og fara þess í stað í merkingar í tölum sem segja til um lengd vallanna. þannig að gömlu rauðu teigarnir á Hamarsvelli verða nú merktir 42 sem segir okkur að lengd vallarins er 4296 metrar. þannig að bláir teigar verða merktir 48 (4862 metrar), gulir teigar verða merktir 53 (5314 metrar) og hvítir teigar verða merktir 55 (5535 metrar). Nýju teigmerkin eru í stíl við stuðlaberg sem eru undirstöður á brautarmyndum Hamarsvallar. Þess má einnig geta að allar brautamyndir verða endurnýjaðar. Sumarið er handan við hornið. Kveðja Golfklúbbur Borgarness
Jón Örn
23. mars 2023