Nú er aðeins vika í að Meistaramót Golfklúbbs Borgarness hefjist en það verður leikið dagana 5.- 8. júlí næstkomandi.

Jóhannes Fréttir, Viðburðir

Upplýsingar

Meistaramót G.B. 2017 (5. júlí – 8. júlí ).

 

Reglugerð: Meistaramót G.B. skal leika ár hvert í flokkum. Þátttökurétt hafa allir skuldlausir félagar í G.B. Leikmönnum er raðað í flokka eftir þeirri forgjöf sem þeir hafa er þeir hefja leik (þ.e. færast ekki milli flokka þrátt fyrir lækkun fyrsta leikdag). Leikinn er 72 holu höggleikur án forgjafar í öllum flokkum nema öldungaflokkum 65ára og eldri, þar sem leiknar eru 54 holur.

 

Keppni hefst á miðvikudegi og stendur yfir í fjóra daga, nema í öldungaflokkum 65 ára og eldri, sem leika í þrjá keppnisdaga, miðvikudag og fimmtudag og ljúka keppni á laugardegi. Verðlaun eru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin (án forgjafar) í hverjum flokki.

 

Verði að hætta leik vegna óviðráðanlegra orsaka skulu skor í öllum flokkum teljast ógild viðkomandi dag. Ef jafnt er að loknum 72 holum eða 54 hjá öldungum 65 ára og eldri, skal leika þriggja holu umspil og síðan bráðabana ef þörf er á um 1. sæti. Um 2. og 3. sæti skal leikinn bráðabani. Í umspili skal leika holur 1, 2 og 9. Í bráðabana skal leika 10. holu þangað til að sigurvegari fæst. Sá sem sigrar í sínum flokki verður flokkameistari, en sá sem skilar inn besta skorinu á 72 holum af öftustu teigum (úr öllum flokkum) hlýtur sæmdarheitið Borgarnesmeistari í golfi.

 

Flokkaskipting er eftirfarandi:

 

 Karlar:

 

 

    • Meistaraflokkur forgjöf  9.6 – og  neðar  (leika af hvítum teigum).

 

    • 1. flokkur forgjöf  9.7-15.5.   (leika af gulum teigum).

 

    • 2. flokkur forgjöf  15.6-24.0.  (leika af gulum teigum).

 

    • 3. flokkur forgjöf  24.1-36.0   (leika af gulum teigum).

 

 

Konur:

 

 

    • 1. flokkur forgjöf  28.1 – og neðar (leika af rauðum teigum).

 

    • 2. flokkur forgjöf  28.2-36.0         (leika af rauðum teigum).

 

 

Öldungaflokkar:

 

 

    • Karlar 50-64 ára.   (leika af gulum teigum).  Leika 72 holur

 

    • Karlar 65 ára og eldri. (leika af rauðum teigum).  Leika 54 holur.  Karlar 65 ára og eldri geta skráð sig í “yngri” flokkinn en leika þá 72 holur á gulum teigum.

 

    • Konur 50-64 ára. (leika af rauðum teigum). Leika 72 holur

 

    • Konur 65 ára og eldri.  (leika af rauðum teigum). Leika 54 holur.  Konur 65 ára og eldri geta skráð sig í “yngri” flokkinn en leika þá 72 holur.

 

 

Unglingaflokkar: (í samvinnu við Unglinganefnd GB) – Auglýst nánar.

 

 

    • 13 ára og yngri  (leika af rauðum teigum)

 

    • 14 – 18 ára. (leika af gulum teigum)

 

 

Mótanefnd áskilur sér rétt til breytinga á þessari flokkaskipan ef þörf krefur og hefur þá að leiðarljósi að jafna fjölda í flokkum í ljósi þátttöku. Miðvikudaginn  5. júlí geta félagar leikið á rástíma að eigin vali, að því gefnu að mótspilari úr mótinu fáist. Skráning á golf.is,  eða hafa samband við mótanefnd. En aðra daga verður ræst út eftir flokkum og skori frá kl. 15.00 nema frá  kl. 9.30 á laugardegi. Drög að rástímum munu birtast þegar þátttaka er ljós. Ef af einhverjum ástæðum leikmenn geta ekki  leikið skv. auglýstum tímaramma fimmtudag og föstudag verða þeir að fá allra leikmanna í flokknum ef um frávik er að ræða.

 

Verðlaunaafhending verður væntanlega  í lokahófi lokakeppnisdags þ.e. laugardag. Verður auglýst nánar innan tíðar.

 

Mótanefnd Golfklúbbs Borgarness