Meistaramót Golfklúbbs Borgarness 2022 fer fram dagana 29. júní til 2. júlí.
Mótið er okkar stærsta innanfélagsmót ársins og þar ættu allir sem að hafa tækifæri til að taka þátt. Sama hvar þeir standa golflega séð. Við erum með flokka eftir forgjöf, aldri og síðan er líka opinn flokkur þar sem keppt er með forgjöf. Þannig að allir ættu að geta fundið sinn stað í mótinu.
Nánar um skiptingu flokka má sjá í keppnisskilmálum mótsins.
Keppnisskilmálar
Hér fyrir neðan má sjá drög að rástíma niðurröðun. Athugið að þessir tímar geta breyst eftir því hvernig þátttaka í einstökum flokkum er.
Við hvetjum allt til að taka þátt í þessari hátíð. Fjölmennum og eigum góða daga saman.
Skráning í Meistaramót Golfklúbbs Borgarness: https://tourentry.golfbox.dk/?cid=3194635
Áfram GB!