Meistaramót GB 2021

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

2021-Meistaramót GB – Keppnisskilmálar Samþykkt

Nú er hátíð sumarsins hjá okkur handan við hornið, Meistarmót Golfklúbbs Borgarness 2021. Nú þegar hafa 42 skráð sig en við getum gert mikið betur.

Skráning er í fullum gangi og við hvetjum alla til að skrá sig til leiks og gera þessa daga sem skemmtilegasta.

Þetta mót er eitt skemmtilegasta mót ársins. Þarna hittumst við öll og spilum golf og höfum gaman í 4 daga (þó sumir flokkar séu að spilia færri daga, 2 eða 3).

Við birtum hér drög að rástímum fyrir dagana fjóra 29. júní til 1. júlí.: Drög að rástímum ATH. Birt með fyrirvara um breytingar.

Nándarverðlaun verða á öllum par 3 holum (2., 6., 8., 12., 18., holu) alla dagana. Einnig verða önnur óvænt verðlaun sem við munum kynna frekar í vikunni.

Keppnisskilmálar Meistarmóts Golfklúbbs Borgarness 2021

 

Mótanefnd Golfklúbbs Borgarness