Lokun Hamarsvallar

Golfklúbbur Borgarness Fréttir, Viðburðir

Við þökkum félögum GB og öðrum velunnurum Hamarvallar fyrir golfsumarið (þótt stutt væri). Við gerðum okkar besta þótt veðurfræðingarnir væri okku ekki hliðhollir. Völlurinn,  þrátt fyrir óblíð sumarveður, var engu að síður í fremstu röð og gæðum á landsvísu. Þjónustustig GB við golfara margfaldaðist með samvinnu við Hótel Hamar. Það fer enginn í grafgötur um að þarna myndast nýr “klassi” í golflífi landsins. Fyrsta alvöru “golf resort” á gæðavelli , sem veitir alla þjónustu frá  A til Ö.

Við lokum Hamarsvelli frá og með deginum í dag þ.e. 5. október .  Það gildir bæði fyrir gesti og meðlimi GB.