Lokum Hamarsvallar – frá og með 17. okt.

Golfklúbbur Borgarness Fréttir, Viðburðir

Við lokum Hamarsvelli fyrir almenna umferð frá og með morgundeginum þ.e. fimmtudaginn 17. október.  Meðlimum GB er þó heimilt að leika völlinn eitthvað áfram að því gefnu að þeir gangi vel um viðkvæman svörðinn. Öllum er þó óheimill leikur ef völlurinn er hélaður.

Við þökkum félögum GB, gestum vallarins og öðrum velunnurum Hamarvallar fyrir ánægjulegt golfsumar.

Framkvæmdarstjóri GB