Lokamót sumarsins – Bændaglíma GB

Golfklúbbur Borgarness Fréttir, Viðburðir

Spáin “lúkkar” þokkalega vel nk. laugardag, en það er svo sem ekki á vísan að róa, en við ætlum að halda Bændaglímu GB og þar með lokamót sumarsins. Gestir félaga er velkomnir að taka þátt (láta Bob  vita til að skrá utanfélaga í gbgolf@gbgolf.is/bob@gbgolf.is).

Mæting er kl. 11.30. Mótið sjálft hefst kl. 12.00 eða þar um bil þegar dregið hefur verið í dilka af bændahöfðingjunum. Þeir etja síðan sínu fólki að vild.

Að loknu móti er hittingur í skála og kroppurinn hitaður með góðri kjarnasúpu+. Verðlaun í GB mótaröðinni verða einnig afhent.

Ræst verður út af öllum teigum.

Mótsgjald er kr. 3.000 (með veitingum)

 

Skráning á golf.is/gb (mót) og gbgolf@gbgolf.is