Lokahóf Meistaramóts 2018 – Hótel Hamar

Golfklúbbur Borgarness Fréttir, Viðburðir

Ég minni á LOKAHÓF Meistaramótsins að Hótel Hamri (ef nóg þátttaka fæst) nk. laugardag. Það hefst rúmlega 20.00. Hægt verður að horfa á Rússland-Króatíu á staðnum.

Að venju er hótelstjórinn “grand” þegar kemur félagsstarfi GB. Hann býður okkur Lamb Bearnaise í aðalrétt og ÍS í eftirrétt og það fyrir kr. 3.000.-

Keppendur  eru beðnir um að skrá sig í  hófið í móttöku á Hótelinu fyrir 17.00 á morgun föstudag, þ.e. áður en þeir fara út. Hótelstjórinn sagði að vísu 12.00. Þetta boð gildir fyrir félaga GB ekki bara keppendur í mótinu.

Einnig má senda póst á gbgolf@gbgolf.is og hamar@icehotels.is til að skrá sig.