Lóa Dista Jóhannsson félagi í Golfklúbbi Borgarness hefur verið valin í landsliðshóp GSÍ fyrir æfingar og keppni á komandi tímabili.
Ólafur Björn afreksstjóri GSÍ hefur valið 43 kylfinga í landsliðshóp
Lóa er fædd 2006 og er því 16 ára. Hún hóf nú í haust nám við Embry-Riddle Aeronautical University (ERAU) í Daytona Beach í Flórída í Bandaríkjunum. Lóa er sú yngsta til að spila fyrir ERAU í háskólagolfinu. Hún hefur byrjað mjög vel og var meðal annars valin íþróttamaður vikunnar í skólanum síðustu vikuna í október.
Við hjá Golfklúbbi Borgarness óskum Lóu til hamingju með valið í landsliðshópinn og óskum henni góðs gengis í háskólanáminu og golfinu.