Líður að opnun Hamarsvallar – opnum í næstu viku

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Kalt hefur verið í veðri undanfarið og völlurinn viðkvæmur á þessu árstíma fyrir frosti. Stefnt er að opnun Hamarsvallar um miðja næstu viku. Lokað er um helgina en tilvalið er að fara í göngutúr um völlinn og undirbúa sig. Passið þó að ganga ekki inná flatirnar.
Vallarstarfsmenn hafa verið á fullu að undirbúa opnun vallarins. Búið er að tyrfa níu teiga, koma flötunum í stand og verið er að gera stóra breytingu á æfingasvæðinu. Þar sem að steypt verður plata undir golfmottur þar sem hægt verður að slá. Gert er ráð fyrir 12-13 mottum og mun þetta bæta aðstöðu okkar til muna.
Mikið hefur verið um bókanir á völlinn í sumar og minnum við félagsmenn á að vera vakandi yfir að ná sér í rástíma ef þeir hafa hugsað sér að fara út á völl.
Við hlökkum til að hefja þetta golfsumar sem við vonum að eigi eftir að vera frábært og veðrið verði okkur hliðholt.

Gleðilegt golfsumar 2021!

Golfklúbbur Borgarness