Kynningar á nýju „Golfreglunum

Golfklúbbur Borgarness Fréttir, Viðburðir

Kæru félagar GB.

Boðað er til kynningar á nýju „Golfreglunum“ á Hótel Hamri fimmtudaginn 14. mars  kl. 20:00

GSÍ mun senda frá sér (hverjum og einum félaga) Golfreglurnar í næstu viku (11/3-15/3). Ekki verður hægt að tryggja að þær berist félögum GB í tíma fyrir fimmtudaginn 14. mars.

Meðfylgjandi með þessu boði er skjalahlekkur í fréttatilkynningu frá Dómaranefnd GSÍ.

https://golf.is/reglubreytingar-og-heradsdomaranamskeid-2019/

Þar er einnig að finna rafræna útgáfu af „Golfreglunum“ sem þið getið sótt ykkur og vistað í síma eða tölvu og haft með ykkur á kynninguna eða notað hlekkinn á fundinum.

Gott væri að þið rennið í gegnum reglurnar fyrir kynninguna.

Ef einhver vandamál eru með að ná í reglurnar í gegnum skjalahlekkinn er hægt að ná í þær á Golf.is undir flipa „Golfreglur“.

Vonast til að sjá ykkur sem flest.

F.H. mótanefndar Golfklúbbs Borgarness

Ingvi Árnason

Landsdómari