Kurteis ábending til þeirra sem nýta sér Eyjuna. Golfklúbbur Borgarness 5 March, 2020 Fréttir, Viðburðir Golfklúbbur Borgarness heldur úti öflugri starfssemi í Eyjunni. Að vísu í gömlu húsi en engu að síður frábærri aðstöðu. En ekki loftræstri. Eyjan, eins og önnur íþróttahús landsins, þarf nú skyndilega að huga að öflugri sóttvörnum og þrifum í ljósi aðsteðjandi váar. Við í GB getum ekki fylgst með hverjum og einum er sækir Eyjuna heim en ávísum einfaldlega þeirri ábyrgð á þá sem vilja nýta sér aðstöðuna. Við mælum með því að fara á heimasíðu Landlæknis https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item38911/Spurningar-og-svor-vardandi-koronaveiruna- varðandi hvernig ber að haga sér við núverandi aðstæður. Við erum ekki að vekja ugg eða óhug, heldur benda á skynsemi fagmanna. Mjög stór hópur eldri borgara í Borgarnesi sækir þessa íþróttaaðstöðu reglulega og eru eðlilega áhyggjufullir um smitleiðir enda í mesta áhættuhópnum. Við biðjum því félaga GB og aðra sem nýta sér þessa aðstöðu að virða alvarlegustu tilmæli Landlæknis til hlítar. Framkvæmdastjóri GB og umsjónarmaður Eyjunnar.