Klúbbfatnaður í boði.

Golfklúbbur Borgarness Fréttir, Viðburðir

Þriðjudaginn 19. Júní (17.00-19.00) býðst klúbbfélögum að skoða og máta boli og peysur merktar Golfklúbbi Borgarness sem boðnir verða til sölu á mjög góðu verði. Framleiðandinn er FootJoy. Teknar verður niður pantanir á staðnum.

Verðin eru frábær. Pólóbolurinn er á kr. 5.500 og peysan er á kr. 8.000. Verð eru þau sömu fyrir dömu- og herrafatnað.

Skoðun og mátun fer fram á Hótel Hamri þennan dag þ.e. 19.6 (17.00-19.00) og sér Finnur Jónsson um málið.