Dagana 12. og 13. mars sl. var haldin glæsileg ráðstefna SÍGÍ (Samtaka íþrótta – og golfvallastarfsmanna á Íslandi) og var ráðstefnan vel sótt af félögum SÍGÍ. Margir góðir erlendir og innlendir fyrirlesarar tóku þátt í ráðstefnunni. Á ráðstefnunni var krýndur vallarstjóri ársins og er skemmst frá því að segja að okkar frábæri vallarstjóri Jóhannes Ármannsson var kosinn vallarstjóri ársins af SÍGÍ. Er þetta frábær viðurkenning fyrir þau góðu störf sem Jóhannes hefur unnið á Hamarsvelli. Jóhannes hefur komið Hamarsvelli á stað með bestu völlum á Íslandi.
Innilega til hamingju með útnefninguna Jóhannes. Okkur hlakkar öllum til að komast aftur út á völl og njóta þeirrar góðu vinnu sem hefur farið fram að Hamri undanfarin ár.

Jóhannes Ármannsson vallarstjóri ársins 2020

Steindór Kr. Ragnarsson formaður SÍGÍ og Jóhannes Ármannsson vallarstjóri ársins 2020