💥💥💥 Innigolf og mótahald í Eyjunni 💥💥💥
Nú förum við að setja alvöru í innigolf og mótahald. Janúar, febrúar og mars verða “High Season” mánuðir í Eyjunni
Stefnt er að því að halda veglegt púttmót sem nær yfir 4 sunnudaga og byrjum við sunnudaginn 13. jan. Tveir bestu dagarnir telja og það verða glæsileg verðlaun.
Einnig verður fyrsta Golfhermismótið haldið helgina 19.-20. jan., en það verða spilaðar 9 holur á hinum fræga Pebbel Beach velli. Settir verða upp rástímar og mótið klárað á þessari helgi.Þeir sem eru ekki vanir herminum fá aðstoð við að koma sér af stað og eftir það er bara fjör 😃
Þessi mót verða auglýst nánar í vikunni og nú er um að gera að fara að mæta og sýna áhuga, það eru margir að fara í golf-ferðir í vor og um að gera að koma sér í gott stand fyrir sumarið.
Þeir sem vilja fá leiðsögn eða tips frá reyndari kylfingum er velkomið að spyrja og það verða allir boðnir og búnir til að hjálpa.
Verum nú dugleg að hittast og setjum markið hátt fyrir sumarið.
Þeir sem vilja komast í Golfherminn eða bara að æfa í Eyjunni geta haft samband við Ómar Örn 859-5210, Finn Ingólfs 840-3870 eða Ingva Árna formann mótanefndar í síma 893-3605.