Hreinsunardagur – Líður að opnun Hamarsvallar

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Nú fer að líða að því að opnað verður inná sumargrín á Hamarsvelli. Völlurinn kemur vel undan vetri en það hefur verið dálítið kalt undnafarið og nokkuð blautt. Þannig að það þarf að fara varlega og ganga vel um völlinn. Sérstaklega á blautum og viðkvæmum svæðum.

Við ætlum að blása til Hreinsunardags laugardaginn 7. maí kl. 09:00. Það vantar aðstoð til að gera svæðið okkar sem flottast og glæsilegast fyrir sumarið. Margar hendur vinna létt verk!

Mæting við vélageymsluna hjá æfingasvæðinu. Þar verður farið yfir verkefnlista og verkefnum skipt á milli.

Boðið verður uppá súpu á Hótel Hamri eftir vinnuna sem ætti að ljúka um kl. 12:00.

Eftir það þá endurvekjum við Tillektarmótið okkar og spilum nokkrar holur.

Athugið! Mótið verður einungis fyrir þá kylfinga sem taka þátt í Hreinsunardeginum.

Vinsamlega skráið ykkur hér: Skráning hér

 

Með vorkveðju,

Golfklúbbur Borgarness