HJÓNA & PARAMÓT GOLFSAGA, ADIDAS.IS OG HÓTEL HAMARS 25.-26. JÚNÍ

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Til þátttakenda í mótinu

Ágæta fólk.

Við vonum að næsti föstudagur og laugardagur eða Hjóna- og parakeppni Golfklúbbs Borgarness 2021 takist eins vel og síðasta sumar. Við munum að sjálfsögðu reyna að gera okkar besta til að svo verði. Við vitum að Hótel Hamar mun gera það í mat og drykk og ekki síst í gistingu fyrir keppendur.

Við bendum einnig á GB býður keppendum í mótinu að leika sér að kostnaðarlausu, fimmtudaginn 24. júní. Besta leiðin til þess er að senda okkur póst á gbgolf@gbgolf.is og við setjum ykkur í þá rástíma sem beðið er um (og eru á lausu).

Allar óskir um golfbíla fara í gegnum hamar@icehotels.is  sem og sérþarfir í mat og drykk.

Mótsgjald (fyrir hjón) í mótið er kr. 43.000.- Innifalið í því er veglegt lokahóf laugardaginn 26. júní sem og frír golfhringur fimmtudaginn 25. júní.

Við biðjum keppendur að ganga frá þátttökugjaldinu þ.e. 43.000 – 20.000 staðfestingu þ.e. kr. 23.000  fyrir mót.

Bankaupplýsingar:

                                            0186 – 26 –  020038

                                            Kt.: 610979-0179

 

Reikningar þeirra er nýta húsbýlastæðin m. rafmagni (við Hamarshúsið) verða sendir til viðkomandi í lok móts í ljósi gistinátta.

Rástímar eru aðgengilegir í GolfBox: Rástímar

Keppnisskilmálar Hjóna- og paramót GB 2021

 

Keppnistjórn og framkvæmdarstjóri GB