Háttvísibikarinn 2020

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Háttvísibikarinn er gjöf frá GSÍ í tilefni af 40 ára afmæli Golfklúbbs Borgarness og er hann veittur ár hvert þeim kylfingi undir 18 ára aldri sem endurspeglar hvað mest þá eiginleika sem félagar í GB vilja sjá í afreksunglingum sínum. Sá sem hlýtur háttvísibikarinn þarf að hafa mikinn íþróttaanda, gefast aldrei upp, sýna miklar framfarir, vera sér og klúbbnum til mikils sóma bæði innan vallar sem utan og umfram allt vera fyrirmynd fyrir aðra í kringum sig.

Sá sem hlýtur verðlaunin í ár er: Davíð Ólafur Jóhannesson

Davíð Ólafur Jóhannesson

Davíð Ólafur Jóhannesson

Davíð Ólafur er mjög efnilegur og fær íþróttamaður. Hann hefur mikinn metnað fyrir því að ná langt í golfinu og í þeim íþróttum sem hann stundar. Áhugi og ástundun hans er til fyrirmyndar. Framfarir Davíðs síðasta sumar voru miklar og bætti hann tækni sína mjög mikið. Hann lækkað í forgjöf og er sem stendur með um 30. Davíð er mjög kurteis og nærgætin við þá sem hann umgengst. Hann tekur öllum sem jafningjum og aðstoðar aðra unga kylfinga við á ná tökum á golfíþróttinni

Golfklúbbur Borgarness vonar að Davíð Ólafur haldi áfram á sömu braut og stundi golfið áfram af kappi og haldi áfram að vera sér og klúbbnum til sóma.

 

Fyrir hönd Golfklúbbs Borgarness,

Guðmundur Daníelsson

íþróttastjóri