Hamarsvöllur er nú opinn félagsmönnum

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Opnað hefur verið fyrir félagsmenn Golfklúbb Borgarness. Við minnum á rástímaskráningu í gegnum GolfBox og munið að staðfesta rástímann við komu á völlinn. Á það að vera aðgengilegt í gegnum GolfBox-appið.

Völlurinn kemur vel undan vetri. Hann er blautur þessa dagana eins og við þekkjum. Þannig við biðjum ykkur um að fara varlega og ganga vel um völlinn.

Ef það gerir næturfrost gæti þurft að loka vellinum með stuttum fyrirvara og verður þá send út tilkynning um það.

Stefnt er að því að opna völlinn fyrir aðra en félagsmenn miðvikudaginn 11. maí.

Gleðilegt golfsumar og njótum vel!

Golfklúbbur Borgarness