Ég held að enginn félagi í GB hafi farið varhluta af því að Hamarsvöllur hefur verið mjög eftirsóttur frá opnun hans í byrjun maí. Áhugi fyrir Hamarsvelli hefur aukist til muna þegar komið er fram á sumarið.
Auðvitað hefur náttúrulegt umhverfi Hamarsvallar og fegurð nokkuð með þetta að gera. Einnig sú staðreynd að Hótel Hamar er við upphafs teig og lokaflöt vallarins. Hótel/Resort sem bíður upp á frábæra gistingu og veitingar.
Hamarsvöllur er mjög erfiður í umönnun en einhvern veginn hefur okkar framkvæmdar- og vallarstjóra Jóhannesi Ármannssyni tekist eitt árið enn að töfra fram frábærar flatir og snyrtilegan völl. Auðvitað með aðstoð sinna aðstoðarmanna.