Golfklúbbur Borgarness óskar eftir starfsmanni til starfa sumarið 2022

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Golfklúbbur Borgarness auglýsir eftir vallarstarfsmanni fyrir golftímabilið 2022.

Við leitum eftir glaðlyndum og þjónustulunduðum einstaklingum sem búa jafnframt yfir hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi, ábyrgð og samviskusemi. Umsækjendur skulu hafa náð 17 ára aldri og hafa bílpróf.

Auglýst er eftir fólki til starfa á velli félagsins, Hamarsvelli, ráðningartímabil er frá maí -september. Vallarstarfsmenn bera ábyrgð á almennri umhirðu og snyrtimennsku á golfvöllum. Frábær útivinna í fallegu umhverfi.

Umsóknir skulu berast á netfangið  gbgolf@gbgolf.is.

Auglýsing sumarstarf GB