Golfklúbbur Borgarness auglýsir eftir vallarstarfsmanni fyrir golftímabilið 2022.
Við leitum eftir glaðlyndum og þjónustulunduðum einstaklingum sem búa jafnframt yfir hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi, ábyrgð og samviskusemi. Umsækjendur skulu hafa náð 17 ára aldri og hafa bílpróf.
Auglýst er eftir fólki til starfa á velli félagsins, Hamarsvelli, ráðningartímabil er frá maí -september. Vallarstarfsmenn bera ábyrgð á almennri umhirðu og snyrtimennsku á golfvöllum. Frábær útivinna í fallegu umhverfi.
Umsóknir skulu berast á netfangið gbgolf@gbgolf.is.