Mótið fór fram hjá Golfklúbbi Selfoss um helgina. Konurnar okkar í kvennasveit G.B. stóðu sig frábærlega í Íslandsmóti golfklúbba sem fór fram um helgina. Eftir að hafa spilað 18 holu höggleik á föstudag og fyrir hádegi á laugardag þá var sveitin í 5. sæti. Eftir að hafa náð inn 8 mjög góðum hringjum þar sem fjórar spiluðu og 3 bestu skor töldu.
Í hádeginu á laugardaginn var ljóst að þær myndu mæta Golfklúbbi Álftaness í leik um hvort sveitin myndi spila um 5.-6. sæti eða 7.-8. sæti á lokadegi. Sá leikur vannst örugglega 3-0 og ljóst að sveitin myndi leika um 5.-6. sæti á lokadegi. Í þeim leik mættu okkar konur sveit Golfklúbbs Grindavíkur. Sá leikur vannst 2-1 og niðurstaðan því 5. sæti í 2. deild kvenna 2022. Sem er frábær árangur. Flestar konurnar í sveitinni voru að spila í þessu móti í fyrsta skipti og hafa ekki mikla reynslu af keppni í holukeppni.
Til hamingju með árangurinn stelpur!
Sveitina skipuðu:
Elva Pétursdóttir
Fjóla Pétursdóttir
Hallbera Eiríksdóttir
Hansína Þorkelsdóttir
Margrét Katrín Guðnadóttir
Maríanna Garðarsdóttir
Guðmundur Daníelsson liðsstjóri