Golfkennsla GB

Golfklúbbur Borgarness Fréttir, Viðburðir

Nú fer sumarstarfið hjá Golfklúbbi Borgarness að fara af stað.
Þjálfarar GB fyrir þetta árið eru:
· Bjarki Pétursson PGA Professional.
· Guðmundur Daníelsson PGA Teaching Professional student.
Í tímum hjá meðlimum GB verður boðið upp á æfingar á öllum sviðum leiksins. Megináhersla verður lögð á grunnatriði í tækni hjá kylfingum í von um að bæta þeirra leik og gera sumarið enn skemmtilegra. Við hvetjum alla til að mæta og hafa gaman með okkur í sumar.
Einnig er hægt að panta kennslu hjá bæði Bjarka (bpeturss@gmail.com) og Gumma (gummi@gbgolf.is).