Golfiðkun á tímum COVID-19

Golfklúbbur Borgarness Fréttir, Viðburðir

Tilkynning frá stjórn Golfklúbbs Borgarness:

Golfiðkun á tímum COVID-19

Með hækkandi sól og hlýnandi veðri er eðlilegt að kylfingar fari að leiða hugann að opnun Hamarsvallar. Af þeim sökum hafa borist fjölmargar fyrirspurnir frá kylfingum til golfklúbbsins
Holl og góð hreyfing er mikilvæg og hvetjum við félaga til góðrar hreyfingar innan þeirra skilyrða sem samkomubann setur. Þríeykið okkar frábæra hefur gefið út skýr fyrirmæli fyrir páskana; ferðumst innanhúss. Það er því skýr hvatning G.B. til kylfinga að hlýða þeim fyrirmælum. Ferðumst innanhúss um páskana, leyfum golfkylfunum að hvíla sig ögn lengur og leyfum okkur hlakka til vorsins.
Hamarsvöllur er lokaður til 4. maí og á það einnig við um inniaðstöðuna okkar í Eyjunni.
Með páskakveðjum 😊
Guðmundur Daníelsson
Formaður GB