Golfæfingar barna og unglinga í Eyjunni falla niður í dag og næstu miðvikudaga. Jóhannes Ármannsson hefur séð um æfingarnar í fjarveru Magnúsar Birgissonar golfkennara sem kemur aftur til starfa í lok maí. Vegna mikilla vorverka á Hamarsvelli getur Jóhannes því miður ekki sinnt þjálfuninni samhliða þeim stífu önnum. Í byrjun júní hefjast hefðbundnar útiæfingar sem verða auglýstar nánar.