Gleðilegt nýtt ár

Góður rekstur Golfklúbbs Borgarness árið 2019

Golfklúbbur Borgarness Fréttir, Viðburðir

Arsskyrsla-2019_samsett

Stjórn og nefndir GB 2020

Félagsgjöld 2020 – samþykkt

Aðalfundur Golfklúbbs Borgarness var haldinn í klúbbhúsi Golfklúbbs Borgarness á Hótel Hamri fimmtudaginn 5 desember. Rekstur klúbbsins skilaði 8.4 milljónum í EBITDA (hagnað), sem er tæpum 3 milljónum meiri hagnaður en árið 2018. Ýmsir tekjupóstar sem tengdust sumrinu á borð við vallargjöld og golfmót fóru vel yfir áætlanir auk þess sem áframhaldandi vöxtur er á útleigu Hamarsvallar til fyrirtækja og hópa. Á árinu fjölgaði félagsmönnum um rúmlega 20% sem er mjög mikið gleðiefni, og vonum við að sú þróun haldi áfram. Að teknu tilliti til afskrifta sem eru rúmlega 1.3 milljónir króna og fjármagnsliða sem eru 570 þúsund krónur, þá er rekstrarhagnaður klúbbsins í ár rúmlega 6.5 milljónir.

Samstarfið við Hótel Hamar gengur vel og er þessi starfsemi að slípast saman. Ætlun okkar er að gera enn betur á næstu árum til að bæta upplifun félagsmanna og gesta okkar.

Framundan eru spennandi tímar hjá Golfklúbbi Borgarness. Eins og alltaf þá komum við til með að reyna að bæta Hamarsvöll enn frekar með endurbótum á teigum og teigstæðum vallarins og horft er einna helst til endurgerðar á bláum og rauðum teigum og skipta um sand í bönkerum. Einnig ætlar Golfklúbbur Borgarness að vera þátttakandi í verkefni sem ber heitið “Carbon Par” verkefnið sem kemur til með að gefa okkur innsýn hvað Hamarsvöllur er að kolefnisbinda o.fl.

Guðmundur Daníelsson var endurkjörinn formaður golfklúbbsins. Alls eru fimm sæti í stjórn. Öll stjórn Golfklúbbs Borgarness var endurkjörinn. Í stjórn sitja auk Guðmundar Daníelssonar formanns eru, Ingvi Árnason, Margrét K Guðnadóttir, Andri Aðalsteinsson og Magnús Fjeldsted.