GB mótaröðin hefst 19. maí

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Fyrsta mótið í GB mótaröðinni verður 19. maí. Skráning er opin og biðjum við þátttakendur að skrá sig í gegnum GolfBox.

https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/3235750/info

Rástímar eru 13:36 til 13:54 og svo aftur 16:00 til 17:57.
Mótanefnd GB mælist til að þátttakendur leiki á þessum tíma.

Mótin á mótaröðinni eru 12 og gilda 6 bestu til verðlauna.

Keppnisgjald er 1.500 kr.

Veitt verða verðlaun fyrir 6 efstu sætin.

GB-mótaröðin er punktakeppni með fullri forgjöf (karlar 54 og konur 54). Þannig að allir félagar GB eiga möguleika.

Skráningarfrestur er til kl. 22:00 daginn fyrir mót. Þátttakendur eru beðnir um að virða það.

Samhliða þessu fyrsta móti GB mótaraðarinnar verða fyrstu mót Dömumótaraðar GB og Herramótaraðar GB.