Aðalfundur Golfklúbbs Borgarness fyrir starfsárið 2020-2021 var haldinn á Hótel Hamri fimmtudagskvöldið 25. nóvember 2021 kl. 20:00. Voru 24 félagar mættir á fundinn.
Hagnaður klúbbsins fyrir fjármagnsliði voru 16,5 milljónir. Tekjur klúbbsins af vallargjöldum voru 32,5 milljónir og hækkuðu lítillega frá fyrra ári eða um 2%. Mótatekjur hækkuðu um 15% milli ára og voru 11,7 milljónir. Þá voru tekjur af félagsgjöldum 14,6 milljónir og hækkuðu um 10% frá fyrra ári.
Félagar klúbbsins eru nú 286 og fjölgaði um 18 á árinu. Þá fjölgaði félögum 18 ára og yngri talsvert og eru nú 45 en voru 36 sumarið 2020. Félagar Golfklúbbs Borgarness 21 árs og yngri eru 58 talsins eða um fimmtungur félagsmanna.
Þegar litið er á búsetu félagsmanna þá búa rúmlega 52% félagsmanna í Borgarbyggð. Utan Borgarbyggðar þá eru 20,7% félagsmanna búsettir í Reykjavík og 13,3% eru búsettir í Kópavogi.
Framkvæmdir á Hamarsvelli á árinu snéru að miklu leyti að endurbótum og lagfæringum á teigum vallarins og þá var nýtt og glæsileg úti æfingaaðstaða opnuð á árinu.
Samstarfið við Hótel Hamar gekk vel á árinu og upplifun kylfinga sem dveljast á Hótel Hamri er frábær. Vinnur golfklúbburinn í samstarfi við Hótel Hamar að því að gera upplifunina enn betri.
Ingvi Árnason var endurkjörinn formaður golfklúbbsins. Sem og stjórnarmenn sem að sátu í stjórn á síðasta ári. En þau eru, Andri Daði Aðalsteinsson varaformaður, Margrét K. Guðnadóttir gjaldkeri, Elva Pétursdóttir ritari og Ómar Örn Ragnarsson meðstjórnandi.
Samþykkt var tillaga stjórnar um óbreytt félagsgjöld fyrir næsta ár.
Guðmundur Daníelsson fór yfir vinnu golfhreyfingarinnar í tengslum við Heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun og hvernig golfhreyfingin getur verið hreyfiafl til góðs í þeirri vegferð.
Ársskýrsluna og glærur frá fundinum má nálgast hér fyrir neðan.
Ársskýrsla Golfklúbbs Borgarness 2020-2021
Glærur frá aðalfundi Golfklúbbs Borgarness 2021