Á síðustu árum hefur fjölgað í hópi golfdómara hjá golfklúbbnum. Eftir að nýjar golfreglur tóku gildi árið 2019 hefur Golfsambandið reglulega boðið upp á héraðsdómara námskeið fyrir félaga í golfhreyfingunni. Félagar í Golfklúbbi Borgarness hafa verið duglegir að sækja þessi námskeið. Þegar nýju reglurnar voru teknar upp voru tveir félagar í G.B. með dómararéttindi. Einn landsdómari og einn héraðsdómari. Núna eru 6 félagar í klúbbnum með dómararéttindi, þar af einn með landsdómararéttindi aðrir með héraðsdómara réttindi.
Þess má geta að flokkar dómara eru þrír, héraðs-, lands- og alþjóðadómarar og veita réttindi til að dæma á mismunandi mótum.
Hlutfall dómara hjá klúbbnum er gott ef við lítum á landið í heild. Félagar G.B eru 1,4% félagsmanna GSÍ og eru félagar G.B. 2,8% af þeim sem eru með dómararéttindi. Þannig að hlutfallslega erum við að standa okkur nokkuð vel.
Við viljum hvetja alla félagsmenn G.B. til að sækja dómaranámskeið næst þegar það verður í boði. Það er alltaf gott að kunna reglurnar og það getur líka sparað kylfingum dýrmæt högg úti á velli.
Ekki þurfa allir sem hafa farið á dómaranámskeið að sinna dómgæslu eða taka dómaraprófið ef útí það er farið. Á námskeiðinu er farið ítarlega yfir golfreglurnar og ýmis atriði sem golfdómarar þurfa að gera leyst úr.
Við hvetjum alla félaga að ná í Golfreglu appið í símana sína. Þær eru þar á íslensku og þar eru mjög góðir leitarmöguleikar. Nálgast má öppin á hlekkjunum hér fyrir neðan:
Landsdómari
- Ingvi Árnason
Héraðsdómarar
- Guðmundur Daníelsson
- Maríanna Garðarsdóttir
- Ómar Örn Ragnarsson
- Rafn Stefán Rafnsson
- Þorkell Már Einarsson
Hér má sjá golfdómarana okkar:
- Ingvi
- Guðmundur
- Maríanna
- Ómar
- Rafn
- Þorkell