Félagsskírteini GB og pokamerki (2017)

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Félagsskírteini  félaga GB (með örflögu) sem við afhentum frá og með 2016 eru í fullu gildi og verða áfram.

Nokkrir eru eftir að sækja sín kort frá í fyrra. Öðru máli skiptir um þá sem gengið hafa í félagið á þessu ári.

Þeirra kort eru enn í vinnslu en væntanlega innan tíðar.

Pokakortin eru aftur á móti með ártali og koma þá árvisst. Þau ættu að lenda í höfn einhvern næsta daginn.

Þau munu þá liggja frammi í afgreiðslu í skála eða skrifstofu GB