Félagsskírteini þeirra sem gengu í GB á þessu ári eru til afgreiðslu í mótttöku Hótels Hamars. Þar eru einnig ósótt félagsskírteini sumra félaga frá 2016 og 2017 sem þeir eru vinsamlegast beðnir að sækja. Félagsskírteinum var breytt 2016 úr ársskírteini (skipt út árlega) í „alvöru“ skírteini með örflögu og gilda til nánustu framtíðar. Þessi skírteini virka í skanna sem væntanlega verður settur upp fljótlega og geta þá félagar GB tilkynnt komu sína á völlinn með því að skanna sig á teig. Auðvitað þurfa félagar að hafa bókað rástíma áður. Ef meðlimir hafa týnt sínu félagsskírteini geta þeir sótt um nýtt og greitt kr. 1.500 fyrir.
Við viljum vekja verulega athygli á að Hótel Hamar býður félögum GB 15% afslátt af veitingum á golftímabilinu þ.e. frá 15. maí til 15. september, gegn framvísun félagsskírteinis GB.
Pokakortin fyrir 2018 eru einnig komin og eru til afgreiðslu í mótttöku Hótels Hamars.