EYJAN-VETRARDAGSKRÁ

Golfklúbbur Borgarness Fréttir, Viðburðir

Eyjan, inniaðstaða GB, hefur þegar hafið starfssemi sína. Eldri borgarar hafa stundað þar inniæfingar tvisvar í viku síðan í október. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14.00-16.00. Allir miðaldra- og eldri borgarar eru velkomnir. Ingimundur Ingimundarson heldur utan um þessar æfingar af sínum alkunna eldmóði. Boltar og pútterar eru til staðar. Aðgangur pr. er kr. 150.-  og rennur í kaffi- og keppnissjóð.

Púttmótaröðin er hafin. Hún er haldin flesta sunnudaga fram á vor og hefst kl. 13.00 (til 15.00). Þar eru allir velkomnir hvort sem þeir eru félagar í GB eða ekki.  Finnur Ingólfsson sér um þessi mót en untantekningarlítið er keppt til verðlauna. Þó ekki ef færri en 8 keppendur taka þátt. Mótsgjald er kr. 1.000.

Eftir púttmótin á sunnudögum er Eyjan opin fyrir almenning (frá 15.00-17.00). Þangað geta einstaklingar eða fjöldskyldur komið og púttað eða slegið bolta í net. Til staðar eru golfkylfur. Um þessa kynningu sér Finnur Ingólfsson. Aðgangur er ókeypis.

Golfhermismót verða öðru hvoru í vetur. Um þau sér Ómar Örn Ragnarsson. Þau verða auglýst sérstaklega á miðlum GB (golf.is/gbgolf.is/facebook/netpóstur). Bæði hvenær þau verða haldin, leikform og mótsgjald.

Börn og unglingar eiga sinn tíma á miðvikudögum frá kl. 15.00-16.30. Leiðbeinendur í vetur eru Guðmundur Daníelsson, Jóhannes Ármannsson og Magnús Birgisson. Hvort sem um algera byrjendur eða lengra komna er að ræða, þá eru allir boðnir velkomnir. Eitthvað af golfkylfum er til staðar fyrir flesta aldurshópa.  Æfingagjöld eru engin.