Eyjan lokar, að mestu.

Golfklúbbur Borgarness Fréttir, Viðburðir

 

Stjórn GB og framkvæmdastjóri hafa ákvarðað í ljósi aðstæðna að loka inniaðstöðu GB í Eyjunni tímabundið meðan þessi óvættur, Covid 19, gengur yfir. Það á við almennar æfingar, púttmót og ekki síst starfssemi Eldri Borgara í Borgarnesi.

Búið er að breyta aðgangi að Eyjunni . Og skilyrt er ef félagar vilja nýta aðstöðun að fara eftir reglum. Aðeins fjórir félagar eða færri geta nýtt sér aðstöðuna hverju sinni og þá gegn ströngum ákvæðum.  Allir þurfa að ganga frá eftir sig, þrífa og spritta þá snertifleti sem þau eða þeir hafa verið að nota/snerta. Umsjónarmaður og tengiliður Eyjunnar er auðvitað Finnur Ingólfsson.

Við vísum jafnframt á https://www.umfi.is/utgafa/frettasafn/samkomubann-motar-ithrottastarfid/ og https://www.landlaeknir.is/ til frekari upplýsinga.

Þessi ákvörðun er tekin til að vernda félaga GB, ekki síst þá eldri, sem eru margir og auðvitað hóp eldri borgara í Borgarnesi sem fundið hafa sér frábært athvarf í Eyjunni.

Stjórn og framkvæmdastjóri GB