Bílastæði félaga á Hamarsvelli.

Golfklúbbur Borgarness Fréttir, Viðburðir

Ágætu félagar.

Bílastæði GB á Hamarsvelli eru eins og sýnt er á myndinni. Einnig eru til reiðu bílastæði upp við “HÚS”.

Bílastæði við Hótel Hamar er einfaldlega þeirra og því fyrir þeirra gesti. Við viljum biðja félaga GB að virða það þótt

stæði Hótelsins virðist tóm þegar þeir mæta á teig þá  eru gestir þess mögulega ókomnir þótt aðrir séu farnir.

Þetta á sérstaklega við frá kl. 13.00.

Það ætti ekki að vera goðgá að bæta við sig 200 metra rölti af bílastæði á teig þegar framundan er um 10.000 metrar ganga og mismunandi erfiði.

Virðum því bílastæði Hótels Hamar sem þeirra.