Bændaglíma GB

Golfklúbbur Borgarness Fréttir, Viðburðir

Bændaglíma GB á að fara fram á morgun, laugardaginn 21.9. Það spáir hunangsveðri þ.e. á hvaða veðurspá þú getur tekið mark á.

Vallaraðstæður eftir hádegi í dag voru þær að völlurinn var óleikhæfur vegna vatnavaxta. Hvort hann nær að drena sig eða hreinsa fyrir morgundaginn er enn óljóst.  Endilega fylgist með málum á “innri” feisbókarsíðu GB.

Nú þegar eru AÐEINS 17 keppendur skráðir en þeir voru 40 í fyrra. Þá var leikið í kulda og vosbúð. Við hvetjum GB félaga til að skrá sig í mótið hvort sem það verður leiki á morgun, laugardag eða sunnudag.

 

BÆNDAGLÍMA 2019.

Mæting er kl. 12.15. Mótið sjálft hefst kl. 13.00 eða þar um bil þegar dregið hefur verið í dilka af bændahöfðingjunum. Þeir etja síðan sínu fólki að vild. Leikinn verður tvímenningur m.  forgjöf og leiknar 18 holur. Sigurvegari rimmunnar er sá er safnað hefur fleiri holum. Gestir félaga eru meir en velkomnir.

Verðlaun í GB mótaröðinni verða einnig afhent. Speedgolf á 18. braut í enda móts.

Ræst verður út af öllum teigum.

Mótsgjald er kr. 1.500 

Skráning á golf.is/gb (mót) og gbgolf@gbgolf.is Nánari upplýsingar hjá Ingva Árnasyni ingvi@gbgolf.is

Mótanefnd Golfklúbbs Borgarness.