Ástand Hamarsvallar á vordögum

Golfklúbbur Borgarness Fréttir, Viðburðir

Félagi í GB, Ómar Örn sendi flygildið sitt á loft yfir Hamarsvelli í gær. Þetta voru mótttökurnar sem myndavélin fékk.

Glæsilegasta íþróttamannvirkið á Vesturlandi.Ég tók létt drónaflug yfir Golfvellinum í Borgarnesi í gær.Það er óhætt að segja að þetta er einfaldlega glæsilegasta íþróttamannvirki á Vesturlandi. Þetta mannvirki er hægt að gera enn betra og enn glæsilegra, því miður þá hefur Sveitarfélagið Borgarbyggð undanfarin ár ekki séð sér fært að láta eina krónu af hendi rakna í þetta íþróttamannvirki, þrátt fyrir að flest sveitarfélög láti golfvallarmannvirki njóta góðs stuðnings, nefna ber t.d. Akranes sem styður dyggilega og rausnarlega við golfvöllinn á Akranesi.Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að góður golfvöllur er orðið í dag ein af forsendum fyrir því að gera byggðarlög spennandi til búsetu.Ég ætla að vona að sveitarstjórnin í Borgarbyggð opni augun fyrir þeim tækifærum sem þetta glæsilega svæði getur haft til framtíðar, flest önnur byggðalög hafa gert sér grein fyrir þessu mikilvægi.Golfvöllurinn er eign okkar allra og laðar til sín þúsundir golfara allstaðar að á landinu og einnig erlendis frá.

Posted by Ómar Örn Ragnarsson on Fimmtudagur, 23. maí 2019