Ársskýrslu og endurskoðaða reikninga félagsins fyrir starfsárið 2019-2020 má sjá með því að far inn á hlekkinn hér fyrir neðan. Vegna aðstæðna var ákveðið að fresta aðalfundi fram á næsta ár og halda hann þegar að samkomutakmarkanir leyfa.
Innheimta félagsgjalda mun hefjast í janúar 2021. Verður sú innheimta í samræmi við félagsgjöld 2020. Félögum gefst eins og áður kostur á því að greiða félagsgjöld með eingreiðslu fyrir 1. febrúar og fá þá 10% afslátt af gjöldunum líkt og í fyrra.
Ef breytingar verða gerðar á félagsgjöldum fyrir 2021 á aðalfundi þá verður það gert upp við félaga eftir á.
Hér fyrir neðan má nálgast skýrsluna:
Ársskýrsla Golfklúbbs Borgarness 2019-2020
Við óskum öllum félögum Golfklúbbs Borgarness gleðilegra jóla og farsældar á komandi golfári. Megum við hittast sem oftast á nýju ári.
Stjórn GB