Áramótið – Eyjan

Golfklúbbur Borgarness Fréttir, Viðburðir

Við hvetjum félaga til að fjölmenna í “Áramótið” sem haldið er í Eyjunni á Gamlársdag kl. 13.00-15.00. Kaffi verður á könnunni og smákökur á borðum. Félagar mega þess vegna taka með sér kurteist nesti.

Bjart er yfir Eyjunni um þessar mundir því Jakob Skúla er búinn að skipta um allar perur í salnum og hefur því birtustigið hækkað um mörg lux.

Það sem gleður enn frekar er að GB hefur pantað “alvöru” flatargervigras á salinn í stað “teppisins” sem prýðir núna púttvöllinn. Þetta er kostnaðarsöm framkvæmd en með sameiginlegri hjálp og aðstoð ýmissa t.d. eldri borgara (er nýta aðstöðuna mjög vel) og fleiri er þetta mögulegt. Gert er ráð fyrir að gervigrasið komist á seint í janúar eða snemma í febrúar.

 

Eyjarnefndin

Golfklúbbur Borgarness