Unnið var að því að rífa “gamla” púttteppið af flötinni í Eyjunni um helgina. Nú er verið að sparsla og gera við flötina til að hafa hana “klára” þegar sérfræðingar frá Bretlandi koma hingað nk. fimmtudag og leggja á hana alvöru flatargervigras. Vonandi spilar veðrið ekki inn í að þeir komist í verkið á fimmtudaginn en ef allt gengur að óskum verður hægt að hleypa inn á nýju flötina nk. föstudag.
Athugið að teknar verða upp hertari reglur um skófatnað á nýju flötinni. Ætlast er til að púttarar fari ALLS EKKI á útiskóm inn á flötina heldur hafi með sér íþróttaskó (stigaskó) til skiptanna.