Siðasta laugardag (10.00-12.00) var opið hús hjá GB barna- og unglingadeild og Gullhamarsmótið einnig haldið. Undir formerkjum : ALLIR Í GOLF Í BORGARBYGGÐ.
Þetta er í annað sinn á sumrinu sem þetta var gert og tókst afar vel til nú, eins og í fyrra skiptið. Mikill fjöldi ánægðra gesta mættu, veður var gott og allir fengu að taka þátt. Eftir mótið/kynninguna voru grillaðar pylsur á grillnýju 40.000 króna grilli sem Húsasmiðja skenkti Barna- og unglingadeild GB.
Það er komin myndarlegur og góður hópur af krökkum sem mæta reglulega á æfingar hjá Magnúsi Birgissyni PGA, þjálfar GB, og hefur aukning verið töluverð í sumar.
Ekki hefur dregir úr mætingu að í sumar hefur nánast alltaf verið gott veður þegar æfingar fara fram (2var í viku) og mikið fjör. Magnús hefur blandað mikið af leikjum og æfingum saman svo krakkarnir hafa haft heilmikið að gera um leið og þeir læra leikinn golf.
Húsasmiðjugrillið er geymt í “skemmukompunni hennar” Ebbu í æfingaskýlinu en er öllum til afnota í sínu félagsstarfi á Hamarsvelli hvort sem það eru golfarar hjá GB eða eldriborgarar í púttinu. Ebba verður sjálf að veita aðgang að því. Eina skilyrðið fyrir afnotum er að ganga vel um nýja grillið.