Æfingasvæðið opið!

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Æfingasvæðið opnar kl. 12:00 í dag 09.04.2022

Búið er að gera æfingasvæðið okkar að Hamri tilbúið til notkunar og það eru komnir boltar í kúluvélina.

Hamarsvöllur er einnig opinn fyrir félagsmenn Golfklúbbs Borgarness. Við viljum biðja félagsmenn GB sem hyggjast spila völlinn að ganga vel um og sýna nærgætni. Völlurinn er blautur og viðkvæmur á þessum tíma.

Ekki má fara inná flatir og biðjum við félagsmenn um að hjálpa vallarsstarfsmönnum með því að taka með sér ruslapoka á völlinn og týna rusl sem á vegi þeirra verður.

Við biðjum félagsmenn einnig um að spila eftirfarandi lykkju ef spila á völlinn.
Holur sem verða í leik: 1. – 11. – 12. – 13. – 14. – 15. – 16. – 17. – 18.

Með vorkveðju,

Golfklúbbur Borgarness