Aðalfundur Golfklúbbs Borgarness 2020

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Aðalfundur Golfklúbbs Borgarness verður haldinn þann 4. febrúar n.k. Kl. 20:00 að Hótel Hamri.

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar og nefnda.
  2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
  3. Tillögur um breytingu laga og reglugerða skv. 10. grein
  4. Tillögur stjórnar um fjárhagsáætlun næsta starfstímabils og tillaga um félagsgjöld borin undir atkvæði.
  5. Kosning stjórnar, varamanna í stjórn og nefnda skv. 8. grein.
  6. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga og eins til vara.
  7. Önnur mál.

Vegna sóttvarnaráðstafana viljum við biðja þá sem hyggjast sækja fundinn að skrá sig á netfangið gbgolf@gbgolf.is með nafni og netfangi í síðasta lagi mánudaginn 1. febrúar. Ef fjöldi fundargesta verður umfram þann fjölda er sóttvarnarráðstafanir gera ráð fyrir er stefnt að því að streyma fundinum eða nota sambærilegar lausnir.

Árskýrslu G.B. fyrir 2019-2020 má finna hér:

Ársskýrsla Golfklúbbs Borgarness 2019-2020