Vinnudagur núna á miðvikudaginn

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

-allir saman nú Miðvikudaginn 12. maí 2021 verður vinnudagur að Hamri. Stefnt er að því að hittast kl. 17:00 og verður 2-3 tíma vinnustund. Hittumst við vélaskúrinn við æfingasvæðið. Við hvetjum alla til að mæta og leggja hönd á plóg og undirbúa völlinn okkar fyrir sumarið. Margar hendur vinna létt verk. Stjórn Golfklúbbs Borgarness

Líður að opnun Hamarsvallar – opnum í næstu viku

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Kalt hefur verið í veðri undanfarið og völlurinn viðkvæmur á þessu árstíma fyrir frosti. Stefnt er að opnun Hamarsvallar um miðja næstu viku. Lokað er um helgina en tilvalið er að fara í göngutúr um völlinn og undirbúa sig. Passið þó að ganga ekki inná flatirnar. Vallarstarfsmenn hafa verið á fullu að undirbúa opnun vallarins. Búið er að tyrfa níu …

Fjölgun dómara hjá Golfklúbbi Borgarness

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Á síðustu árum hefur fjölgað í hópi golfdómara hjá golfklúbbnum. Eftir að nýjar golfreglur tóku gildi árið 2019 hefur Golfsambandið reglulega boðið upp á héraðsdómara námskeið fyrir félaga í golfhreyfingunni. Félagar í Golfklúbbi Borgarness hafa verið duglegir að sækja þessi námskeið. Þegar nýju reglurnar voru teknar upp voru tveir félagar í G.B. með dómararéttindi. Einn landsdómari og einn héraðsdómari. Núna …

Vinkonumót – ColorWow – Hár ehf. – Mathilda Kringlunni og Heimsferða í samstarfi við Golfheima

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Vinkonumót – ColorWow – Hár ehf. – Mathilda Kringlunni og Heimsferða í samstarfi við Golfheima verður haldið þann 16. júlí 2021 á Hamarsvelli. Tveggja manna Texas-scramble hámarksforgjöf 28. Ræst verður út á öllum teigum samtímis (klukkan 12:00) Mótsgjald er 10.000 kr. pr. kylfing eða 20.000 kr. pr. lið. Veislukvöldverður að hætti Hótel Hamars um kvöldið. Tilboð á gistingu hjá Hótel …

Herramót – Hugo Boss – Herragarðsins og Heimsferða í samstarfi við Golfheima

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Herramót – Hugo Boss – Herragarðsins ogHeimsferða í samstarfi við Golfheima verður haldið þann 9. júlí 2021 á Hamarsvelli. Tveggja manna Texas-scramble hámarksforgjöf 24. Ræst verður út á öllum teigum samtímis (klukkan 12:00). Mótsgjald er 10.000 kr. pr. kylfing eða 20.000 kr. pr. lið. Herramannsmatur að hætti Hótel Hamars um kvöldið. Tilboð á gistingu hjá Hótel Hamri. Tveggja manna standard …

Vorverk að Hamri

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Ágætu félagar. Vorvinna við völlinn er hafin. Nú er verið að bera áburð á völlinn og á FLATIR VALLARINS er borið efni sem þolir illa umgengni meðan það er að ganga niður í svörðin. Við biðjum því alla félaga sem nýta sér góða veðrið og ganga um golfvöllinn að halda sig frá flötunum þessa og næstu viku eða til 23. apríl. Kveðja …

Háttvísibikarinn 2020

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Háttvísibikarinn er gjöf frá GSÍ í tilefni af 40 ára afmæli Golfklúbbs Borgarness og er hann veittur ár hvert þeim kylfingi undir 18 ára aldri sem endurspeglar hvað mest þá eiginleika sem félagar í GB vilja sjá í afreksunglingum sínum. Sá sem hlýtur háttvísibikarinn þarf að hafa mikinn íþróttaanda, gefast aldrei upp, sýna miklar framfarir, vera sér og klúbbnum til …

Jóhannes vallarstjóri ársins 2020 hjá SÍGÍ

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Dagana 12. og 13. mars sl. var haldin glæsileg ráðstefna SÍGÍ (Samtaka íþrótta – og golfvallastarfsmanna á Íslandi) og var ráðstefnan vel sótt af félögum SÍGÍ. Margir góðir erlendir og innlendir fyrirlesarar tóku þátt í ráðstefnunni. Á ráðstefnunni var krýndur vallarstjóri ársins og er skemmst frá því að segja að okkar frábæri vallarstjóri Jóhannes Ármannsson var kosinn vallarstjóri ársins af …

Guðmundur Daníelsson ráðinn sem íþróttastjóri GB

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Golfklúbbur Borgarness og Guðmundur Daníelsson hafa undirritað samning þess efnis að frá og með 1. mars 2021 taki hann við sem Íþróttastjóri GB. Guðmundur mun einnig starfa sem aðstoðarmaður framkvæmdastjóra Golfklúbbs Borgarness. Síðan 2018 hefur Guðmundur verið í PGA golfkennaranámi PGA á Íslandi og mun Guðmundur klára það nám vorið 2021. Sumarið 2020 sá Guðmundur ásamt Bjarka Péturssyni um æfingar …