Stjórn Golfklúbbur Borgarness vill minna félagmenn/konur á greiðslu félagsgjalda fyrir 2023. Innheimta hófst í upphafi árs og var félagsgjaldi skipt í 4 gjalddaga (janúar – apríl). Sumarið er handan við hornið Stjórn Golfklúbbs Borgarness
Ný teikmerki á Hamarsvelli 2023
Í tilefni 50 ára afmælis Golfklúbbs Borgarness þá höfum við ákveðið að gera smá breytingar. Ný teigmerki verða tekin í notkun. Ástæðan fyrir breytingunni er einkum sú að hvetja kylfinga til að velja sér teig óháð kyni sem hentar þeirra getustigi og högglengd. Þessi breyting er einnig gerð með það í huga að breyta hugarfari kylfinga um karla- og kvennateiga. …
ÞAÐ ER VOR Í LOFTI.
Búið að opna æfingasvæðið og boltar komnir í kúluvélina. Við viljum biðja þá félagsmenn sem ætla sér að spila vetrarvöllinn að sýna nærgætni þar sem völlurinn er mjög viðkvæmur á þessu árstíma. Viljum benda kylfingum á að tía upp á brautum. Með kveðju Golfklúbbur Borgarness
Tillboð Golfhermir Golfklúbbs Borgarness
Tillboð Golfhermir Golfklúbbs Borgarness Gildir fram á vorið aðeins 1.500 kr. klukkutíminn. Verið er að vinna að betra aðgengi svo hægt sé að lengja opnunartíma fram á kvöld og um helgar. Verður tilkynnt um leið og allt verður klárt. Með kveðju Golfklúbbur Borgarness
INNHEIMTA FÉLAGSGJALDA FYRIR 2023
INNHEIMTA FÉLAGSGJALDA Félagsgjöld verða sett í innheimtu í heimabanka og skiptast í fjórar jafnar greiðslur frá 2. jan til 2. Apríl 2023. Fyrir þá félaga sem vilja spara sér verulega með því að greiða félagsgjaldið í heild fyrir 15. janúar n.k og fá þannig 10% afslátt. (SKAL TEKIÐ FRAM AÐ INNHEIMTUSEÐLAR VERÐA FELDIR NIÐUR EF FÉLAGSMENN NÝTA SÉR ÞESSI …
Minnum á 10% afsláttinn á félagsgjaldinu!
Félagsgjöld 2021 Flokkur Gjald Almennt gjald 21-66 ára 91.200.- kr. 82.100.- kr. (m.afsl.) 67 ára og eldri 70.700.- kr. 63.600.- kr. (m.afsl.) Hjónagjald 21-66 ára 162.000.- kr. 145.800.- kr. (m.afsl.) Hjónagjald +67 ára (bæði) 123.300.- kr. 111.000.- kr. (m.afsl.) 15 ára og yngri 15.000.- kr. 13.500.- kr. (m. afsl.) 16-21 árs 25.000.- kr. 22.500.- kr. (m.afsl.) Fjaraðild 65.000.- kr. (Gildir …
Innheimta félagsgjalda 2021
Um leið og Golfklúbbur Borgarness óskar öllum félögum gleðilegs nýs árs. Viljum við benda ykkur á að innheimta félagsgjalda er hafin og að venju eru innheimtum dreift á fjóra mánuði á fyrri hluta árs. (feb – maí) Fyrir þá félaga sem vilja spara sér verulega með því að greiða árgjaldið í heild fyrir 1. febrúar nk og fá þannig 10% …