Golfklúbbur Borgarness auglýsir eftir vallarstarfsmanni fyrir golftímabilið 2022. Við leitum eftir glaðlyndum og þjónustulunduðum einstaklingum sem búa jafnframt yfir hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi, ábyrgð og samviskusemi. Umsækjendur skulu hafa náð 17 ára aldri og hafa bílpróf. Auglýst er eftir fólki til starfa á velli félagsins, Hamarsvelli, ráðningartímabil er frá maí -september. Vallarstarfsmenn bera ábyrgð á almennri umhirðu og snyrtimennsku …
Félagsskírteini GB og pokakort 2022
Kæru félagar, Nú eru félagsskírteini og pokakort fyrir árið 2022 tilbúin til afhendingar í afgreiðslu Hótel Hamars. Athugið að félagsskírteini og pokakortið er eitt kort. Þeir félagar sem að nýlega hafa gengið í klúbbinn eru beðnir um að hafa samband við íþróttastjóra, Guðmund Daníelsson, í sambandi við kortin. Endilega komið við í afgreiðslunni og náið í kortið. Kveðja, Golfklúbbur Borgarness
Staðfesting á mætingu í rástíma
Nauðsynlegt er að kylfingar staðfesti mætingu í rástíma. Ef kylfingur staðfestir ekki mætingu þá mun viðkomandi rástími losna og standa öðrum kylfingum til boða. Þeir kylfingar sem ítrekað hafa ekki staðfest rástíma sem bókaður hefur verið geta átt á hættu að vera settir í vikubann frá bókun rástíma. Virðum rástíma hvors annars og mætum til leiks. Til að staðfesta rástíma …
Úrslit úr Styrktarmóti Bjarka Péturssonar
Öll verðlaun efstu 5 eru fyrir tvo Örninn golfverslun gjafabréf 40.000.- kr. spil fyrir 1 á GKG og Titleist derhúfa. Elva Pétursdóttir og Þorvarður Andri Hauksson (48p) Gjafabréf í grunnþjálfun hjá ITS þjálfun í 8 vikur og dúsín af Pro V1. Hafþór Theodórsson og Bjarni Kjartansson (47p) Golfveisla GR og GM – spilahringir fyrir 4 á báða velli + …
Vanur/Óvanur byrjar á morgun 24. maí
Fyrsta Vanur/Óvanur mótið verður haldið þriðjudaginn 24. maí 2022 kl. 17:00 að Hamri. Skráning er ekki nauðsynleg en mæting er kl. 16:30 við Hótel Hamar. Leikið verður 11 holu, 4 manna Texas-Scramble. Fjölmennum og höfum gaman. Bjóðum endilega fólki með okkur. Þetta er gott tækifæri til að byrja. Hitta félaga í GB og sjá okkar fallega völl.
Golfbílar leyfðir á Hamarsvelli frá 20. maí
Golfbílar verða leyfðir frá og með 20. maí 2022. Við viljum biðja þá sem fara um völlinn á golfbílum um að halda sig sem mest utan brauta og fara ekki nærri flötum. Reyna frekar að ganga að boltunum eins og hægt er. Nokkur svæði eru blaut á þessum árstíma á vellinm og varast skal að fara inná þau. Förum varlega …
Umhirða í sandglompum – göngum vel um
Kæru félagar, Nokkuð hefur borið á því að kylfingar á Hamarsvelli raki ekki sandgryfjur eftir að búið er að ganga um þær eða slá upp úr þeim. Það er fátt leiðinlegra en að lenda í djúpu kylfufari eða djúpu skófari í glompunum. Höfum hugfast að við göngum frá sandgryfjunum eins og við myndum vilja koma að þeim. Okkar frábæru vallarstarfsmenn …
Golfæfingar hjá G.B. 2022
Kæru kylfingar, Nú fer sumarstarfið hjá Golfklúbbi Borgarness að fara af stað. Þjálfari GB 2022 er: Guðmundur Daníelsson PGA golfkennari gummi@gbgolf.is Tími Mánudagur Miðvikudagur Föstudagur 14:00-15:00 1-4 bekkur 1-4 bekkur 1-4 bekkur 15:00-16:00 5-10 bekkur 5-10 bekkur 5-10 bekkur 16:00-17:00 Ungmenni lengra komin Ungmenni lengra komin Ungmenni lengra komin 17:15-18:15 Opinn tími nýliðar Opinn tími nýliðar Opinn tími nýliðar …
Styrktarmót fyrir Bjarka Pétursson
Þann 28. maí 2022 verður haldið styrktarmót fyrir okkar eina Bjarka Pétursson. Við hvetjum alla til þátttöku og styrkja með því Bjarka í baráttunni á meðal þeirra bestu. Allur ágóði mótsins rennur beint til Bjarka til þess að standa straum af æfingum og keppnisferðalögum á tímabilinu 2022. Bjarki er með takmarkaðan þáttökurétt á Challenge Tour og fullan rétt á Nordic …
GB mótaröðin hefst 19. maí
Fyrsta mótið í GB mótaröðinni verður 19. maí. Skráning er opin og biðjum við þátttakendur að skrá sig í gegnum GolfBox. https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/3235750/info Rástímar eru 13:36 til 13:54 og svo aftur 16:00 til 17:57. Mótanefnd GB mælist til að þátttakendur leiki á þessum tíma. Mótin á mótaröðinni eru 12 og gilda 6 bestu til verðlauna. Keppnisgjald er 1.500 kr. Veitt verða …