Golfklúbbur Borgarness óskar eftir starfsmanni til starfa sumarið 2022

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Golfklúbbur Borgarness auglýsir eftir vallarstarfsmanni fyrir golftímabilið 2022. Við leitum eftir glaðlyndum og þjónustulunduðum einstaklingum sem búa jafnframt yfir hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi, ábyrgð og samviskusemi. Umsækjendur skulu hafa náð 17 ára aldri og hafa bílpróf. Auglýst er eftir fólki til starfa á velli félagsins, Hamarsvelli, ráðningartímabil er frá maí -september. Vallarstarfsmenn bera ábyrgð á almennri umhirðu og snyrtimennsku …

Félagsskírteini GB og pokakort 2022

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Kæru félagar, Nú eru félagsskírteini og pokakort fyrir árið 2022 tilbúin til afhendingar í afgreiðslu Hótel Hamars. Athugið að félagsskírteini og pokakortið er eitt kort. Þeir félagar sem að nýlega hafa gengið í klúbbinn eru beðnir um að hafa samband við íþróttastjóra, Guðmund Daníelsson, í sambandi við kortin. Endilega komið við í afgreiðslunni og náið í kortið. Kveðja, Golfklúbbur Borgarness

Staðfesting á mætingu í rástíma

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Nauðsynlegt er að kylfingar staðfesti mætingu í rástíma. Ef kylfingur staðfestir ekki mætingu þá mun viðkomandi rástími losna og standa öðrum kylfingum til boða. Þeir kylfingar sem ítrekað hafa ekki staðfest rástíma sem bókaður hefur verið geta átt á hættu að vera settir í vikubann frá bókun rástíma. Virðum rástíma hvors annars og mætum til leiks. Til að staðfesta rástíma …

Úrslit úr Styrktarmóti Bjarka Péturssonar

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Öll verðlaun efstu 5 eru fyrir tvo   Örninn golfverslun gjafabréf 40.000.- kr. spil fyrir 1 á GKG og Titleist derhúfa. Elva Pétursdóttir og Þorvarður Andri Hauksson (48p) Gjafabréf í grunnþjálfun hjá ITS þjálfun í 8 vikur og dúsín af Pro V1. Hafþór Theodórsson og Bjarni Kjartansson (47p) Golfveisla GR og GM – spilahringir fyrir 4 á báða velli + …

Vanur/Óvanur byrjar á morgun 24. maí

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Fyrsta Vanur/Óvanur mótið verður haldið þriðjudaginn 24. maí 2022 kl. 17:00 að Hamri. Skráning er ekki nauðsynleg en mæting er kl. 16:30 við Hótel Hamar. Leikið verður 11 holu, 4 manna Texas-Scramble. Fjölmennum og höfum gaman. Bjóðum endilega fólki með okkur. Þetta er gott tækifæri til að byrja. Hitta félaga í GB og sjá okkar fallega völl.

Golfbílar leyfðir á Hamarsvelli frá 20. maí

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Golfbílar verða leyfðir frá og með 20. maí 2022. Við viljum biðja þá sem fara um völlinn á golfbílum um að halda sig sem mest utan brauta og fara ekki nærri flötum. Reyna frekar að ganga að boltunum eins og hægt er. Nokkur svæði eru blaut á þessum árstíma á vellinm og varast skal að fara inná þau. Förum varlega …

Umhirða í sandglompum – göngum vel um

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Kæru félagar, Nokkuð hefur borið á því að kylfingar á Hamarsvelli raki ekki sandgryfjur eftir að búið er að ganga um þær eða slá upp úr þeim. Það er fátt leiðinlegra en að lenda í djúpu kylfufari eða djúpu skófari í glompunum. Höfum hugfast að við göngum frá sandgryfjunum eins og við myndum vilja koma að þeim. Okkar frábæru vallarstarfsmenn …

Golfæfingar hjá G.B. 2022

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Kæru kylfingar, Nú fer sumarstarfið hjá Golfklúbbi Borgarness að fara af stað. Þjálfari GB 2022 er: Guðmundur Daníelsson PGA golfkennari gummi@gbgolf.is   Tími Mánudagur Miðvikudagur Föstudagur 14:00-15:00 1-4 bekkur 1-4 bekkur 1-4 bekkur 15:00-16:00 5-10 bekkur 5-10 bekkur 5-10 bekkur 16:00-17:00 Ungmenni lengra komin Ungmenni lengra komin Ungmenni lengra komin 17:15-18:15 Opinn tími nýliðar Opinn tími nýliðar Opinn tími nýliðar …

Styrktarmót fyrir Bjarka Pétursson

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Þann 28. maí 2022 verður haldið styrktarmót fyrir okkar eina Bjarka Pétursson. Við hvetjum alla til þátttöku og styrkja með því Bjarka í baráttunni á meðal þeirra bestu. Allur ágóði mótsins rennur beint til Bjarka til þess að standa straum af æfingum og keppnisferðalögum á tímabilinu 2022. Bjarki er með takmarkaðan þáttökurétt á Challenge Tour og fullan rétt á Nordic …

GB mótaröðin hefst 19. maí

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Fyrsta mótið í GB mótaröðinni verður 19. maí. Skráning er opin og biðjum við þátttakendur að skrá sig í gegnum GolfBox. https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/3235750/info Rástímar eru 13:36 til 13:54 og svo aftur 16:00 til 17:57. Mótanefnd GB mælist til að þátttakendur leiki á þessum tíma. Mótin á mótaröðinni eru 12 og gilda 6 bestu til verðlauna. Keppnisgjald er 1.500 kr. Veitt verða …